Englar alheimsins

Englar alheimsins
Páll (Ingvar E. Sigurðsson) er lífsglaður ungur maður. Hann er hæfileikaríkur og framtíðin blasir við honum. Þegar bera fer á einkennum geðveiki missir Páll tökin á lífinu og ekkert blasir við nema innilokuð tilvera hins geðsjúka. Á Kleppi kynnist Páll Óla bítli (Baltasar Kormákur) sem heldur að hann hafi samið öll Bítlalögin, Viktori (Björn Jörundur) sem telur sig stundum vera Hitler og Pétri (Hilmir Snær Guðnason) sem fór yfir um á sýru. Englar alheimsins er bæði átakaleg og meinfyndin mynd, angurværar tilfinningar og harður veruleikinn tvinnast saman en hið broslega er ávallt skammt undan.

Niðurhal

Apple TV Niðurhal
Google Play Movies Niðurhal
Fandango At Home Niðurhal
Netflix Niðurhal
Amazon Prime Video Niðurhal
Amazon Video Niðurhal
MUBI Niðurhal